Útlit

Lítill, allt að 3,2 kg hundur sem samsvarar sér vel. Eyru eru þríhyrnt og upprétt. Hundurinn hefur langan og rennisléttan feld með silky áferð. Feldurinn er dökk gullinn á haus og dökk stálblár frá hnakkakúlu og aftur.

Umhirða

Yorkshire Terrier fer ekki úr hárum en krefst þónokkurrar feldhirðu. Ef sýna á Yorka er hann baðaður vikulega og feldinum pakkað inn og borin er í hann olía/næring daglega. Þetta er gert svo feldurinn nái að verða gólfsíður og tekur u.þ.b. hálftíma á dag, u.þ.b. 2 tíma þegar hann er baðaður að auki.
Fylgist með því að greinar og því um líkt getur festst í feldinum í göngutúrum, einnig getur snjór klumpast og festst í feldinum. Margir sem ekki sýna hundinn velja að klippa niður feldinn á hundunum sínum.

Saga

Yorkinn á sitt upphaf í Bretlandi, en fólk í Lancashire og Yorkshire þróaði tegundina. Enn er á reiki hvaða tegundir komu við sögu við mótun Yorkshire terrier en talið er að Clydesdale terrier, Paisly terrier, Sky terrier, English black and tan terrier, maltese og jafnvel enn fleiri terrier týpur hafi átt þátt í því að gera tegundina að því sem hún er í dag. Mikið af þessum terrier hundum voru notaðir til að fanga rottur og mýs og skilaði sá eiginleiki sér sterkt í Yorkann. Tegundin fékk sitt upprunalega nafn árið 1886 og standard fyrir tegundina frá Breska kennel klúbbnum kom út árið 1898.

Eiginleikar

Yorkinn hefur sterka veiðihvöt og nýtur þess að grafa og er flinkur að koma sér inn í smáholur til þess að fanga rottur. Þar sem hann er upprunalega ræktaður til þess að fanga smádýr er hann hugaður og hefur skjót viðbrögð að eðlisfari. Talað er um Yorkann sem bæði terrier og selskapshund en ekki láta sæta útlitið blekkja þig og halda að það sé nóg fyrir hann að liggja bara uppí sófa. Hundarnir hafa mikla orku, eru líflegir, auðvelt að þjálfa og geta gjarnan komið með í lengri göngutúra. Þeir hafa gott varðeðli, svo varast skal að setja þá í aðstæður þar sem þeim finnst þeir þurfa að passa upp á eitthvað. Yorkinn þolir kulda ekkert sérstaklega vel.

Heilsa

Hundar af þessari tegund eiga það til að fá hnéskeljalos, LPS/LCPD: sjúkdómur í mjaðmalið, PSS: blóðið hreinsast ekki af lifrinni