Uppruni og saga

Dandie Dinmont Terrier ca. 1915
Dandie Dinmont Terrier ca. 1915

 

 

 

 

 

 

 

Dandie Dinmont Terrier er einn elsti terrierinn í grúppu 3 og líklegast einnig sá sem hefur haldið sér að mestu óbreyttur í gegnum árin.
Þó svo að í dag séu fair sem nota Dandie í veiði þá meigum við ekki gleyma tilgangi þeirra né reyna að breyta honum. Dandie var ekki til út frá tilviljun, fyrir hverjum hluta útlits hans er lógísk skýring. Hann er hæfilega lítill terrier sem getur hreyft sig hratt og er lipur í alskyns aðstæðum.
Orkumikill og sterkur til þess að takast á við refi og greifingja.

Dandie Dinmont Terrier varð til í Bretlandi seint á 16.öld og fær nafn sitt árið 1815 eftir Dandie Dinmont sem ere inn af sögupersónunum í bók Sir Walter Scott úr bókinni “Guy Mannering”. Í bókinni átti Dandie Dinmont nokkra terrier hunda sem allir hétu Mustard og Pepper sem eru í dag skilgreiningar á litunum í tegundinni.

10616003_10152724916526565_3535874414086842264_n
Theodóra sýnir sjöbolykans rikkissa av polen “Polly” sem er fyrsti Dandie á Íslandi.

Útlit

Hausinn er mjög einkennandi fyrir tegundina, hann er þakinn silkimjúkri kollu, augun eru stór og klók. Búkurinn er langur, lár til jarðar, sterkir og öflugir fætur.
Feldurinn er strír sem stenst veður og vind, hann þarf að reyta en kollan er mjúk sem og undirlínan sem þarf að klippa.
Hann fer ekki úr hárum sen það þarf að hugsa um feldinn reglulega.
Hæð er ca. 20-28 cm og 8-11kg.

13243894_10208560249596607_4656466700926668049_o
polly,Grima (aussie), Leia og uppi er Iggy

Persónuleiki og skap

Dandie Dinmont Terrier á að vera sportlegur, vinnusamur, sjálfstæður, mjög greindur, ákveðinn, einlægur og tignarlegur.
Tegundin er ekki það sem kallast að vera með þetta dæmigerða terrier skap – sem er lýst sem mjög viðvörnum, á tánum og alltaf tilbúnum. Dandie er í mörgum tilfellum virkur og tekur þátt í því sem gerist, en hann tekur ákvörðun með heimspekilegri ró sinni.
Hann veit ekkert betra en að fá að eyða tíma með fjölskyldunni sinni og fá að taka þátt í því sem er að gerast þá er maður nokkuð viss um að vera með glaðan hund.