IMG_0380
Uppruni

Alaskan malamute er stór sleðahundategund sem er ættuð frá Alaska, tegundin er talin ein af minnst blönduðu tegundunum og er talin lítið hafa breyst í gegn um aldirnar.
Forfeður tegundarinnar voru kallaðir Mahlemut eftir íbúum svæðisins, Mahlemut(einnig þekktir sem Kuubangmiut eða Kobuk) bjuggu í einstaklega erfiðum aðstæðum í efri hluta vestur-Alaska.
Hundarnir voru notaðir mest sem félagsskapur, sem burðardýr, veiðifélagi og vinnuhundur við hlið eiganda síns. Alaskan Malamute voru til dæmis notaðir til að veiða birni og finna seli. Samvinna Mahlemut fjölskyldunnar og hundanna er einstök og er ástæða þess að Mahlemut fólkið gat búið fyrir ofan heimskautabaug.
Í kring um 1896 urðu Malamute og aðrir sleðahundar einstaklega verðmætir í gullæðinu í Klondike í Kanada, þá voru sleðahundarnir blandaðir við innfluttar tegundir í tilraun til að betrumbæta vinnhundana, eða reyna að auka framboð þar sem fáir Malamute voru til sölu.

Malamute eru skyldir Grænlenska sleðahundinum, Inuit sled dog(Canadian Eskimo Dog) og mögulega kross blöndun við Siberian Husky, en þar sem tegundin var svo afmörkuð við Heimskautasvæðið var tegundin ekki skráð fyrr en um 1935, þegar Eva B. Seeley skráði niður hunda sem virtust passa í lýsinguna við Malamute, svo var skráningu lokað nokkrum árum seinna.

Tegundin varð hér um bil útdauð árið 1947 þegar aðeins 30 hundar voru eftir lifandi á listanum vegna seinni heimstyrjaldarinnar, þar sem þeir voru mikið notaðir til að ferma særða hermenn. Robert J. Zoller opnaði aftur á skráningu hundana og nýtti tegundirnar M’Loot og Hinman/Irwin dogs með Kotzebues til að búa til svokallaða Husky-Pak línu. Allir hreinræktaðir Malamute í dag eru afkomendur þessarar blöndunar, sem valda hinum mikla breytileika sem getur verið á tegundinni í dag.

Malamute var aldrei hannaður sem keppnis sleðahundur, þeir voru notaðir til að draga miklar þyngdir (upp í tonn) af byrgðum milli þorpa og byggða í að minnsta kosti fjögurra hunda teymi.

Tegundin er talin vera allt að 3000 ára gömul og eigi uppruna sinn hjá Mahlemuit fólkinu í Alaska, en það var ekki fyrr en árið 2010 sem Alaskan Malamute var nefndur opinberlega hundategund Alaska.

Hammer er margfaldur meistari og svokallaður Giant.
Hammer er margfaldur meistari og svokallaður Giant.

Útlit

Standard talar um að hæðin eigi helst að vera um 58 cm og 34 kg fyrir tíkur, 64 cm og 39 kg fyrir rakkana, þyngri hundar og léttari þekkjast hinsvegar vel. Hundar sem fara yfir 45 kg í þyngd flokkast sem “Giant” eða risar, og er samþykkt í tegundinni.

Tyrael er hinsvegar með minnstu rökkum á landinu.
Tyrael er hinsvegar með minnstu rökkum á landinu.

Malamute hefur tvöfaldan feld, undirfeldurinn er olíukenndur og dúnmjúkur. Undirfeldurinn getur verið 2-3 cm á þykkt. Ytri feldurinn er þurr og stendur vel upp frá líkama hundsins.
Eyrun eru lítil miðað við stærð höfuðsins og standa alltaf upprétt. Malamute er sterkbyggð tegund, þeim er oft ruglað við Siberian Husky, sem er byggður fyrir hraða, en Malamute er byggður fyrir styrk og þol.

Samþykktir litir eru grátónar og hvítt, rauðtóna og hvítt, svart og hvítt og loks alveg hvítt, en hvítur er eini liturinn sem Malamute getur verið heil lita, oft koma mismunandi tónar fram í undir og yfirfeldi yfir bakið og brúnn er algengur bakvið eyrun, á “olnbogum” og “hnjám” hundanna. Feldurinn á að vera stuttur á löppum og hliðum, en síkkar oft upp hálsinn og að eyrum, á skottinu, maganum og aftari hluta fram- og afturlappa.

Aðeins eru brún augu samþykkt og búið er að rækta blá augu úr tegundinni, dökk brúnt er ríkjandi og eftirsóknarvert, Malamute á að vera með breitt og blíðlegt andlit, eyrun eiga að sitja með miklu bili á höfðinu og vera þríhyrningslaga með rúnuðum oddi. Trýnið á að vera breytt og varir eiga ekki að hanga, nef er aðeins samþykkt svart, nema rautt í rauðum hundum, og bleik lína er leyfinleg í svörtum nefum(Snownose).

Hammer í baði með mennsku systur sinni
Hammer í baði með mennsku systur sinni

Skapgerð

Malamute er mjög vinaleg tegund, ræktuð til að vera í miklu samneyti við mannfólk, passa börn og halda á fólki hita og geta hlýtt fjölskyldum vel og tekur því ekki einn “húsbónda” til að hlýða. Þeir eru þó mjög sjálfstæðir, líkt og allar aðrar sleðategundir geta þeir verið með veiðieðli, sem var mjög eftirsóknarvert í Alaska, það hafa þó verið gerðar töluverðar rannsóknir á þessu og veiðieðli er mjög mismunandi milli hunda, þar af leiðandi ber að umhverfisvenja Malamute unga við önnur dýr með það í huga að veiðieðlið geti verið sterkt.
Malamute eru mjög lélegir varðhundar sökum ást þeirra á mannfólki, þeir eru alveg vísir til að bjóða innbrotsþjóf upp á knús og kossa, þeir eru passasamir með húsgögn og smáhluti, en stór tegund þannig þeir gætu rekið sig í þó þeir passi sig. Malamute þurfa hreyfingu og hugarleikfimi, að meðaltali um klst af hreyfingu á dag, þeir eru hinsvegar vanir “vöktum” og geta því tekið róleg tímabil þar sem 2 taumgöngur í hverfinu er nóg, en fá svo að hlaupa um helgar til dæmis.
En þeir láta vita ef þeir eru ósáttir, þar sem þeir gelta hér um bil ekkert, það er ekki þekkt í þeim að gelta á hurðina til dæmis, þegar þeir tjá sig “tala” þeir með ákveðnu “woo woo” hljóði.

12336091_10205020120533894_1803196414_n

Umhirða

Malamute er mjög loðin tegund, þeir fara úr hárum 2x á ári og þá má búast við því að húsið verði að snjóhúsi, þar sem stórir hvítir loðboltar munu svífa um íbúðina, af öðru leyti er umhirðan lítil sem engin, það er nánast óþekkt að þeir fái eyrnabólgu sökum einangrunar háranna við upprétt eyrun, klippa þarf neglurnar reglulega eins og með aðrar tegundir og passa að hann hefur gott aðgengi að vatni á sumrin, því þó hann sé vel einangraður og litlar áhyggjur á Íslandi af ofhitnun þá vilja þeir hafa stöðugan aðgang að vatni í hita, Malamute lifir góðu lífi í Panama til dæmis sökum vel einangrandi felds, af þessum ástæðum er alls ekki mælt með að raka malamute.

George Lucas og Indiana
George Lucas og Indiana

Vinna og frægir Malamute

Malamute var upprunalega notaður sem dráttarhundur, þeir eru vanir að draga mikla þyngd, en fara frekar hægt yfir langa vegalengd og er ekki miklir spretthlauparar, þeir hafa því fengið að draga þyngdir, þeir hafa einnig þjónað sem innblástur að bíómyndapersónum eins og Chewbacca og Indiana Jones, en George Lucas átti Alaskan Malamute rakka sem bar nafnið Indiana. Balto er hundur sem margir þekkja, en gerð var um hann teiknimynd til dæmis þar sem sleðahundur fór langa leið til að ná í bóluefni fyrir veik börn í Nome árið 1925, en hann var Husky-Malamute blanda. Þessi tegund elskar að draga, leika í snjó og hlaupa, ekki er mælt með að byrja að láta unga hunda draga til að verja maðmirnar, líkt og með allar stórar tegundir, en mælt er með að kenna þeim skipanir strax svo hægt sé að kenna þeim að draga þegar liðir og bein eru fullvaxin.

12319494_10205020121573920_1655707485_n
Tveir Malamute hundar leika í myndinni Eight Below, sem ég mæli ekki með að horfa á nema með tissjú við hendi, fjallar um sleðahunda á suðurskautslandinu, en þar sem Husky og Malamute hundar leika hlutverkin hlið við hlið er gaman að sjá muninn á tegundunum. Það er mjög algengt að fólk ruglist á tegundum, en stærðinn og byggingin er aðal vísbendingin, sem og skottstaðan, þar sem malamute er með krullað skott sem liggur yfir bakið, og mun breiðari og stærri, oft er talað um að Malamute sé bjarnarlegur í útliti, á meðan husky líkist frekar refi.

Hammer malamute og Demon husky rakki.
Hammer malamute og Demon husky rakki.