jISCH Tibicinan Regina Di Couri "Góa". Ljósmyndari og eigandi Alexandra Dögg Írisardóttir
jISCH Tibicinan Regina Di Couri “Góa”. Ljósmyndari og eigandi Alexandra Dögg Írisardóttir

Útlit og einkenni

Tibetan Terrier er miðlungsstór en kröftug tegund. Tegundin er feldmikil, þeir eru með síðan, tvöfaldan feld sem kemur í ýmsum litum, en þeir eiga ávalt að vera með dökkt pigment. Þó feldurinn sé síður á hann ekki að vera gólfsíður. Eitt helsta einkenni tegundarinnar eru stórar og flatar loppur.
Þeir eru kröftulega byggðir með lafandi eyru. Feldurinn getur verið sléttur eða liðaður. Skottið er vel loðið og legst yfir bakið á þeim. Þeir geta verið með þrennskonar bit. Þeir samsvara sér vel.
Tegundin er um 36 til 42cm og 8 til 14kg. Tíkurnar eru minni en rakkarnir.

RW16 Shadeacre Dazzle Me at Karicema "Titan". Ljósmyndari Alexandra Dögg Írisardóttir
RW16 Shadeacre Dazzle Me at Karicema “Titan”. Ljósmyndari Alexandra Dögg Írisardóttir

Umhirða felds

Feldurinn á Tibetan Terrier þarfnast töluverðar umhirðu ef hundurinn er í fullum feld. Það er mælt með því að greiða þeim allavega annan hvern dag ef ekki daglega, en það fer þó mikið eftir feldgerð hundsins. Erfiðasta tímabilið er þegar þeir fara úr hvolpafeld yfir í fullorðnisfeld, en það getur tekur nokkra mánuði. Á því tímabili þarf að greiða yfir þá mjög reglulega.
Mælt er með því að baða þá með reglulegu millibili, hreinn feldur flækist ekki eins auðveldlega. Ef það þá á sýna þá má ekkert klippa þá né reyta.
Margir sem sýna ekki hundana sina velja að klippa þá niður.

jISCH Tibicinan Regina Di Couri "Góa". Ljósmyndari og eigandi Alexandra Dögg Írisardóttir
jISCH Tibicinan Regina Di Couri “Góa”. Ljósmyndari og eigandi Alexandra Dögg Írisardóttir

Saga og uppruni

Tibetan Terrier koma, eins og nafnið gefur til kynna, frá Tibet. Tibetan Terrier er þó alls enginn terrier heldur smalahundur. Tegundin var líka notuð sem varðhundar, selskapshundar og lukkudýr. Þeir urðu að geta klifrað upp erfitt landslag og eru því með mjög sérstakar fætur sem hjálpuðu þeim í t.d snjó.
Tegundin er sögð vera allavega þúsund ára gömul og koma frá elstu hundategendum heims.
Þeir voru aldrei seldir, heldur gefnir af munkum til fólks sem átti heppnina sem fylgdi þeim skilið. Þeir voru taldir vera heilagir, og fóllk taldi þá bera með sér mikla heppni, og því var talið að ef þeir voru seldir eða illa var farið með þá myndi mikil óheppni ríkja yfir jafnvel heilu þorpunum.

Þó tegundinn sjálf komi frá Tibet var tegundar staðallin skrifaður í Englandi og tegundin er undir verndarvæng Englendinga.
Aðdáendur tegundarinnar geta þakkað einni konu, Dr. Greig, fyrir mjög mikið. Hún kom með tegundina til Evrópu árið 1926 eftir að hafa ræktað þá í nokkur ár í Asíu.
Tegundin kom ekki til Íslands fyrr en nokkuð nýlega, en tegundin hefur fengið mjög góða byrjun hér og framtíðin er björt.

jISCH Tibicinan Regina Di Couri "Góa". Ljósmyndari og eigandi Alexandra Dögg Írisardóttir
jISCH Tibicinan Regina Di Couri “Góa”. Ljósmyndari og eigandi Alexandra Dögg Írisardóttir

Skapgerð

Þeir eru að mestu selskapshundar í dag og sækjast í fólkið sitt, þeir eru líka þekktir fyrir að tengjast eigendum sínum mjög sterkum böndum. Þeir eru nokkuð viðkvæmir og taka vel eftir hvernig eigandanum líður. Það getur tekið þá smá tíma að heilsa ókunnugum, en þeir eru þó ekki feimnir. Þeir eru líflegir og leikglaðir. Þeir þurfa daglega hreyfingu þar sem þeir eru orkumiklir. Þeir eru skemmtilegir útivistar félagar og geta farið langar vegalengdir.

Þeir eru mjög gáfaðir, það er nokkuð auðvelt að þjálfa þá og þeir geta lært ýmislegt en þeir geta þó verið frekar sjálfstæðir.
Þeir eru þekktir fyrir ýmis uppátæki sín og mikilvægt er að vera alltaf einu skrefi á undan þeim. Það er líka mikilvægt að vera með smá húmor fyrir þeim þar sem þeir eru miklir trúðar sem finna upp á ýmsu. Margir eigendur lýsa þeim sem eilífðar hvolpum.

Þessi tegund er mjög heillandi og margir eigendur bæta við sig fleirum  Tibetan Terrier eftir að hafa fengið sér einn og líta aldrei til baka.

ISCH RW14 Karicema Pet Pursuit Atrax " Þorri". Ljósmyndari Alexandra Dögg Írisardóttir
ISCH RW14 Karicema Pet Pursuit Atrax ” Þorri”. Ljósmyndari Alexandra Dögg Írisardóttir

Heilsufar

Tegundin er nokkuð heilbrigð en eins og flestar tegundir koma upp heilsufarskvillar.
Cataract, mjaðmalos og sjónar rýrnun, NCL og PLL  er þekkt í tegundinni en lang flestir ræktendur láta DNA testa og mjaðmamynda hundana sína. Mikilvægt er að velja góðan ræktanda.
Meðal lífsaldur er 12 til 15 ár.