Útlit

Smáhundur sem má ekki vera hærri en 30 cm á herðakamb. Feldurinn er einlitur, perluhvítur og hrokkinhærður dagsdaglega en þegar búið er að snyrta hann vel hefur verið greytt út krullunum. Hundurinn er lítill, þéttur og aðeins lengri en hann er hár.

12965952_10153955877357870_1657334617_n
Isch Snædís

Umhirða

Hundarnir fara ekki úr hárum og eru síður ofnæmisvaldandi. Feldurinn þarfnast daglegrar burstunar og mánaðarlegs baðs. Eins þarf að klippa hann á ca. 3 mánaðar fresti og fylgjast ætti vel með augum og eyrum.

Saga

Bishon Frisé gamalt kyn og eru upprunalönd hans Frakkland og Belgía. Uppruni er þó nokkuð óljós en sagan segir að þeir séu að miklu leiti upprunalega frá Spáni en spænskir sjómenn hafi ferðast með þá til Kanaríeyja í byrjun 14. aldar. Sjómennirnir ferðuðust með hundana sína til fleiri landa og á þann mátann breiddist tegundin á milli landa og heimsálfa. Hundarnir urðu mjög vinsælir, bæði á meðal yfirstéttafólks og í sirkusum á 15. öld en mjög auðvelt var að kenna þeim ýmsar kúnstir.

Mynd frá Jói Gunnari Hallgrímssyni
Mynd frá Sigrúnu Vilbergsdóttir

Eiginleikar

Tegundin er ræktuð sem selskapshundur og líkar illa að vera einir og njóta þeir félagsskaps við fólk og önnur dýr. Hundarnir eru þekktir fyrir að vera kátir, fjörugir, greindir og eru auðveldir í þjálfun. Þeir taka verkefnum fagnandi, allt frá því að læra kúnstir til mikilvægari verkefna og göngutúra.

Stefanía Björgvins með nokkrum Bichon Frise hundum
Stefanía Björgvins með nokkrum Bichon Frise hundum

Heilsa

Innan tegundarinnar finnast augnsjúkdómar eins og PRA, hnéskeljalos og ofnæmi. Hundar af þessari tegund verða yflrleitt um 12-15 ára gamlir.

Áhugavert

Bishon Frisé voru mjög vinsælir á árum áður, þeir voru oft notaðir í vöruskiptum og þóttu mikils virði.

Mynd frá Eygló Huld Jóhannesdóttur
Mynd frá Eygló Huld Jóhannesdóttur