Útlit

Griffon eru litlir, sterkbyggðir og næstum ferkantaðir í byggingu. Þeir vega á bilinu 3,6-6 kg. Þeir eru með stór augu og stutt trýni. Sagt er að þeir séu með næstum mannlegann svip. Tegundin skiptist í þrjár undirtegundir; Griffon Belge, Griffin Bruxellois og Petit Brabancon en lítill eða enginn munur er á afbrigðunum nema feldgerð og litur. Griffon Belge er stríhærður og getur verið annað hvort svartur eða svartur með tan merkingum. Griffon Bruxellois er stríhærður og rauðleitur að lit, smávegis svartur litur á höfði er leyfður. Petit Brabancon er snögghærður og getur verið í sömu litum og hinir tveir og getur haft dökka grímu.

Prins er Griffon Bruxellois
Prins er Griffon Bruxellois


Umhirða

Feldhirða er tiltölulega auðveld á snögghærðu hundunum en þá stríhærðu þarf að reita reglulega til þess að feldgerðin haldi sér. Eins er gott að bursta öðru hvoru yfir skeggið. Hárlos er lítið, sérstaklega hjá þeim stríhærðu.

12391766_10154511110848228_3696173430558825802_n
Ronja er Griffon Bruxellois

Saga

Upprunalegi Griffoninn var harðgerður lítill hundur sem var notaður sem rottuveiðari í hesthúsum í Brussel í Belgíu. Tegundin er nokkuð gömul og hafa fundist myndir af þeim á málverkum frá 15. öld. Á 19. öld vildi fólk gera tegundina minni og blandaði pug, affenpincher og enskum dverg spanielum við tegundina. Bæði stutthærðir og stríhærðir hundar voru ræktaðir. Um 1890 urðu hundarnir vinsælir hjá konungs- og yfirséttarfólki. Hundarnir njóta í dag mikilla vinsælda sem heimilishundar.

Stórveldis Grettir Sterki er Petit brabancon
Stórveldis Grettir Sterki er Petit brabancon

Eiginleikar

Til þess að ná að fanga rottur þurftu hundarnir að vera vökulir og snöggir í hreyfingum sem útskýrir þennan líflega og virka hund. Hundarnir hafa verið fyrst og fremst selskapsundar í fleiri ár og þrátt fyrir að þeim líki hraði og spenna finnst þeim einnig gott að kúra upp í sófa með eiganda sínum. Þeim líkar vel að vera úti í náttúrunni og hreyfa sig með eiganda sínum. Einnig nýtur hann sín þegar hann fær verkefni.

Prins, Griffon Bruxellois
Prins, Griffon Bruxellois


Heilsa

Almennt eru Belgískur Griffon nokkuð hraustur og verða þeir oftast á bilinu 10-15 ára gamlir. Þó eru nokkur vandamál sem geta fylgt tegundinni eins og hnjéskeljalos og öndunarerfiðleikar vegna stutta trýnisins.