Uppruni og notagildi:

Enskur springer spaniel er einn af elstu veiðihundategundunum og hefur alltaf verið mjög vinsæll, sérstaklega við fuglaveiðar. Hann er upprunalega frá Englandi og var fyrst notaður til þess að finna minni dýr og fá þau til þes að hlaupa/flúga af stað til þess að veiðimaðurinn gæti skotið þau. Í dag er hann alhliða veiðihundur sem sækir bráðina bæði á landi og í vatni. Hann er þróttmikill og hefur mikla orku, honum finst gaman að leika og hefur verið vinsæll sem fjölskylduhundur. Hundurinn er yfirleitt vinnuglaður og er næstum ekki til verkefni sem springerinn getur ekki leyst af hendi. Hann er mjög fjölhæfur og egnir sér vel í fleiri störfum, en hann þarfnast verkefna sem reyna á heilann til þess að þrífast vel. Tegundin hefur sinnt verkefnum fyrir lögreglu með góðum árangri, enda með mjög gott lyktarskyn.

Útlit:

Hundurinn er miðlungsstór, kröftuglega byggður og harðgerður með þéttar og kröftugar loppur. Eyrun eru stór, breið og lafandi. Þéttur feldur sem er síðari á eyrun, framfótum, bringu, búk, afturfótu og skotti. Litur getur verið svartur og hvítur, lifrarbrúnn og hvítur eða þessir litir með tan merkingum.

Umhirða:

Springerinn fer töluvert úr hárum og þarfnast reglulegrar feldhirðu, bæði burstun og snyrtingu, einnig þarf að fylgjast vel með eyrunum. Enski springerinn getur fengið vandamál með eyrun, augun og mjaðmirnar.