Uppruni

Teikningar af hundum sem svipa til Stóra Dana hafa fundist á Egypskum munum sem rekja má til 3000 f.kr. og Babýlónskum hofum byggðum í kringum 2000 f.kr.
Einnig eru til ritaðar heimildir um slíkur hundur hafi komið fram í Kínverskum bókmenntum frá 1121 f.kr.

Talið er að sú tegund hafi breiðs um heiminn með Asýrum sem nýttu þá í vöruskiptum í Grikklandi og Róm.
Grikkir og Rómverjar pöruðu þá hunda síðan við aðrar tegundir. Talið er að forveri Enska Mastiffsins eigi sinn hlut ásamt því að sumir séu þeirrar trúar að
Írski úlfhundurinn og hinn Írski Greyhound komið einnig við sögu.

Stóri Dani var upprunalega kallaður (Villi)Galta hundur enda voru þeir ræktaðir til að veiða Gelti. Eyrun á hundunum voru stífð upp til að koma í veg fyrir að
vígtennur galta gætu rifið þau.

Á 17. öld var nafni tegundarinnar breytt í “English Dogges”
Hinsvegar var það á seinni hluta 17. aldar sem margir þýskir hefðarmenn fóru að fá sér stæstu og myndarlegustu hundana og halda þeim á heimilum sínum. Kölluðu þeir þá Kammerhund (Chamber dogs). Þessi hundar voru vel hirtir og báru gullólar fóðraðar með flaueli, voru hrein dekurdýr.

Þar sem Þjóðverjar gera aldrei neitt af hálfkæringi, stóð Stóri Daninn algjörlega undir væntingum sem óhræddur, hugrakkur hundur – “ ofur hundur”- þróaður til að veiða villidýr, vopnaður stórum miklum haus, þungum en þó léttbyggðum og liprum líkama sem gat rifið hvaða hund, mann eða villidýr í sig.
Nafnið Stóri Dani kom til sögunnar þegar franskur náttúrusinni ferðaðist til Danmerkur og sá þar týpu af Galtarhundinum, sem var mjórri og líktist fremur Greyhound í útliti. Hann kallaði hundana Grand Danois sem síðar varð að Great Danish Dog, þar sem þyngri og meiri týpur tegundarinnar voru kallaðar Danish Mastiff.
Nafnið náði sessi þrátt fyrir að Danir hafi í raun ekki þróað tegundina.
Flestir sagnfræðingar gefa Þjóðverjum heiðurinn á því að þróa tegundina í þann stöðuga fallega hund sem við þekkjum og unum í dag.

Árið 1880 funduðu dómarar og ræktendur í Berlín og samsinnuðust um það að tegundin sem nú var um að ræða væru auðsýnilega ólíkir Enska Mastiffnum og þyrfti því annað nafn.
Og kom þá til sögunnar nafnið Deutche Dog (Þýski hundur).

Og í framhaldi af því var stofnaður Deutscher Doggen-Klub Þýskalands og voru fleiri klúbbar stofnaðir víðar í kjölfarið í Evrópu. Hinsvegar sættu Ítalir og enskumælandi lönd sig ekki við þetta tegundaheiti.

Enn í dag kallast Stóri Dani Alano í Ítalí sem þýðir Mastiff og í enskumælandi gengur hann undir sínu þekktasta nafni, Stóri Dani (Great Dane)

Í gegnum seinni hluta 19. aldar fóru þýskir ræktendur að fínpússa tegundina.
Þeir fóru til að mynda að snúa athygli sinni að skapgerð tegundarinnar sem þótti grimm og árásagjörn sem rekja mátti til þess að upprunalegt hlutverk hennar var að veiða Villigelti, sem eru grimmar skepnur.
Ræktendurnir lögðu mikið kapp á að ná fram blíðara og ljúfara skapi í dýrin og er það okkur til happs í dag að þeir náðu fram sínu takmarki.

RW -14 Comandante Delle Armi - Sweet dream Ava " Ava
RW -14 Comandante Delle Armi – Sweet dream Ava ” Ava

Útlit

Stóri Dani er meðal hæðstu hundategunda í heimi. Rakkar verða að vera að minnsta kosti 76 cm á herðakamb til að vera innan standards og tíkur að minnsta kosti 71 cm á herðakamb.
Útlit Stóra danans er mjög sérstakt að morgue leyti og sker sig úr hvað varðar aðrar hundategundir. Tegundin er stór og öflug. Jafn langur á líkama og hann er hár (Square in body), en þó er leyfilegt að tíkur séu lengri á líkama en á hæðina. Höfuð á að vera í samræmi við líkamann, langur, greinilegur og svipmikill haus. Höfðingjalegt útlit Stóra danans samanstendur af stórum og öflugum skrokk sem hundurinn á að bera með stolti, styrk og þokka. Stóri Daninn slær áhorfandan sem göfug og tignarleg stytta, með þokkafullum og virðulegum hreyfingum og yfirbragði.

Byggingarlag hans á að vera nánast ferkantað ( Square) eða með öðrum orðum, hann á að vera jafnlangur á líkama og hæð, þá sérstaklega rakkarnir. Lengd búksins frá bringubeini til afturenda ætti ekki að að vera yfir 5% hæðar rakka á herðarkamb og 10% hæðar tíkarinnar. Stóri daninn á að vera vinalegur, ljúfur og tryggur húsbónda sínum og þá sérstaklega gagnvart börnum en hann er einnig oft feiminn við ókunnuga. Hann skal vera sjálfsöruggur, óhræddur, meðfæralegur og rólegur í samneyti sem fjölskylduhundur, með hátt þol gagnvart ögrun og án árásargirni. Höfuð skal vera í takt við heildaryfirlit búksins. Það er langt, mjótt, með skarpar línur, sýnir greinilega tjáningu þó sérstaklega hjá augum.

Bil milli augna á að vera myndað án þess að standa út. Fjarlægð frá nefbroddi að stoppi og frá stoppi að kinnbeini á að vera sem jafnast. Höfuðið á að virðast mjótt séð að framan. Vöðvar í kinnum eiga að vera lítillega sýnilegir og alls ekki útstæðir. Stoppið á að vera skýrt ásýndar og augljóst. Vel þroskað nef, frekar breitt en vítt með stórum nasarholum. Verður að vera svart en undantekning á því er þegar hundar eru harlequin. Svört nef eru þar æskileg en nef með bleikum blettum eða húðlitum flekkjum er leyfð. Á bláum hundum er ,,ljós svartur‘‘ litur á nefi.

Trýnið á að vera djúpt og rétthyrndt eins og mögulegt er. Vel skilgreindt frá vörum. Varir daukrauðar en í harlquins eru ljósari eða húplitaðar varir leyfilegar. Vel mótaðir og breiðir kjálkar. Sterklegt og breitt bit. Meðalstór augu með lifandi og vinalegt augnatillit. Eins dökk og mögulegt er, möndulaga með þéttri augnumgjörð. Leyfilegt er í bláum hundum að augun séu ljósari og í harlequin mega augun vera mislit.

Náttúrulega lafandi eyru ( þar sem ekki er eyrnastíft) , háttsett af meðalstærð þar sem fremstu hlutar eyrans liggja nálægt kinnum. Langur háls, sina og vöðvaskýr. Vel mótaður sem hallar aðeins inn að höfuð með bogna hálslínu. Liggur uppréttur en hallast lítilega áfram. Herðar skulu verða sterklegar og ná frá herðarblöðum og ná út fyrir hryggferla.

Bakið skal vera stutt og stinnt og í nánast beinni línu að byrjun rófu efst á baki. Brjóst er breitt og bolmikið sem sýnir gott bil milli olnboga og nær langt aftur á bak. Undirlína og magi eru háttliggjandi og mynda straumlínulagaða undirlínu frá framenda til afturenda. Rófa liggur hátt og hangir náttúrulega og eðlilega með uppsveigðum enda. Hárbrúskur a rófuenda er ekki æskilegur.

Number One of Austria Great Stars " Mojo "
Number One of Austria Great Stars ” Mojo “

Persónuleiki

Vel ræktaður Stóri Dani er einn blíðasti hundur sem völ er á. Hann er blíður, ljúfur, ástúðlegur hundur sem elskar að leika sér og er afslappaður með börnum.
Hann hefur mikinn vilja til að gera til geðs og er hann því auðveldlega þjálfaður.
Stóri Dani vill vera nærri sinni fjölskyldu. Hann er mannelskur hundur hvort sem um er að ræða kunna, ókunna eða börn sem tekur vel á móti gestum, nema þó þegar hann
telur sig þurfa að verja sig og sína og þá getur hann varist af krafti.

Sumir Stóru Danar virðast óska eða einfaldlega standa í þeirri trú að þeir séu í raun kjölturakkar, og munu ekki gefast upp á að komast í kjöltu þína í óbilandi trú um
að þeir passi fullkomlega í hana.
Þrátt fyrir góða skapgerð þarf Stóri Dani snemmtæka umhverfisþjálfun. Kynningu á ólíku fólki, umhverfi og upplifunum strax á unga aldri. Góð og mikil umhverfisþjálfun
hjálpar að tryggja að hvolpurinn vaxi upp í stöðugan og góðan hund. Hvolpanámskeið er mjög góð byrjun ásamt því að bjóða vinum og vandamönnum heim, heimsækja annasama staði og kynna hvolpinn fyrir sínu nánasta umhverfi.

Allt þetta hjálpar hvolpinum að fínpússa samskiptahæfni sína.

Heilsa
Stóri Dani er alla jafna heilbrigð tegund en hefur sína áhættuþætti líkt og allar tegundir. Ef þú ert að íhuga að fá þér hunda af þessari tegund er gott að þekkja og
vera vakandi fyrir þeim kvillum sem mest áhætta er á, það þýðir þó ekki að allir Stóru Danir fái alla eða nokkra af þeim.
Ef þú ert að fá þér hvolp byrjarðu á að finna þér góðan ræktanda sem sýnir fram á heilsuvottorð fyrir báða foreldrana. Heilsuvottorð sýnir fram á að hundarnir hafi verið skoðaðir og prufur teknar sem sýna að viðkomandi er laus við tiltekin vandamál.
Vandamál geta komið upp í uppvexti hvolpa og ungra hunda. þau mátt oft rekja til fæðu, getur hún verið t.d. of há í próteini, kalki eða öðrum aukaefnum.
Mjaðmalos: Erfðatengt vandamál þar sem beinið fellur ekki rétt eða nógu vel inn í mjaðmaliðinn. Þegar svona stór tegund er að vaxa, þá er ekki æskilegt að hreyfa þá of mikið, alla jafna eru þeir hreyfðir sem allra minnst, svo að bein og liðir fái þann tíma sem þarf til að vaxa rétt og jafnt án auka álags.
Sumir hundar með mjaðmalos sýna merki um sársauka eða haltra á öðrum. eða báðum afturfótum, aðrir sýna engin merki um vanlíðan. Röntgenmynd er best til að staðfesta vandamálið. Einnig getur gigt oft fylgt í kjölfar mjaðmaloss með hækkandi aldri.
Ekki er mælt með því að það sé ræktað undan hundum sem þjást af mjaðmalosi, og er því mikilvægt að gæta þess að báðir foreldrar hvolps hafi verið myndaðir og séu lausir við þetta vandamál við kaup á hvolpi.

Heilsufarsvandamál

Magasnúningur ( Bloat): „Bloat“ er algengara í stórum hundum, á miðjum aldri eða eldri rökkum og þá sérstaklega af tegundum sem eru með djúpan brjóstkassa, eins og boxer, st.bernhards, rottweiler, great dane, dobermann og fleiri. Oftast er ástæðan útþensla magans vegna lofts sem hundar gleypa þegar þeir éta. „Bloat“ getur orðið með eða án snúnings magans. Eftir að maginn hefur náð ákveðinni stærð þá veltist hann við, venjulega réttsælis horft aftan á hundinn. Þegar þetta gerist lokast fyrir magaopið og skeifugörn og allt flæði frá maganum stíflast. Þar sem gerjun í maganum heldur áfram þá þenst hann hratt út og myndar þrýsting á lungu, hjarta og líffæri kviðarhols og veldur blóðrásar og öndunarerfiðleikum. Þessir þættir, ásamt útþenslu í æðum magaveggjarins og milta, valda síðan losti, súrefnisskortiog dauða.

Beinakrabbamein (Osteosarcoma): Þetta er algengasta beina-æxli í hundum. Það kemur yfirleitt upp í hundum sem eru komir yfir miðjan aldur eða eldri, en stærri hundakyn eiga það til að þróa með sér þetta æxli á yngri arum, líkt og Stóri Daninn. Yfirleitt er fyrsta merki helti hjá hundinum, en röntgenmyndataka sker úr um hvort það er í raun beinkrabbi sem um ræðir. Beinkrabbi er meðhöndlaður strax og er það yfirleitt hörð og mikil meðferð þar sem yfirleitt er framkvæmd aflimum á sýktum fæti og lyfjameðferð. Sem betur fer, ef svo má segja, aðlagast hundar vel á einungis þrem fótum í stað fjögurra.

Hjartagalli: er því miður algengur kvilli hjá tegundinni, meðal annars vegan útvíkkun á hjartavöðva og stækkunnar á honum ásamt fleiri kvillum. Batahorfur og meðferð fer algjörlega eftir aldri hundsins og alvarleika sjúkdómsins. Einnig geta þeir fengið Míturhljóð í hjarta sem ber að fylgjast vel með og hlusta sérstaklega eftir hjá ræktunardýrum

Litaafbrigði
Sex litaafbrigði eru viðurkennd í tegundinni fyrir sýningar og ræktun;

Svartur, Blár, Harlequin, Mantle, Fawn og Brindle

Það eru margir aðrir litir til innan tegundarinnar en enginn þeirra er viðurkenndur. Sumir eru þekktir í hefðbundnum pörunum t.d Merle og Hvítur.

Stóra Dana ræktun ætti að vera hugsuð sem “fjölskylda” af litum. “Fjölskylda” sem samanstendur af Fawn og Brindle, önnur sem er Svört og Blá og sú þriðja sem er Harlequin og Mantle. Innan þessara “fjölskyldna” er í lagi að para saman Fawn x Fawn, Brindle x Brindle, Fawn x brindle , svo er það Svart x Svart, Blár x Blár og Svart x Blár. Síðast en ekki síst er það Mantle x Mantle, Mantle x Svart, Svart x Harlequin, Harlequin x Harlequin ( geta fæðst hvítir hvolpar sem þjást af blindu og heyrnaleysi) og Harlequin x Mantle.

Umhirða
Þrátt fyrir sína miklu stærð er Stóri Dani nægilega rólegur til að vera góður húshundur, þó ekki sé gott að vera með hann í smáu húsnæði einfladlega vegna þess að hann væri statt og stöðugt að reka sig í innanstokksmuni.
Honum getur orðið kalt á veturnar og ætti því ekki að vera skilinn eftir úti í köldum veðurskilyrðum, ekki frekar en nokkur hundur. Í raun þætti honum ekkert slæmt að eiga góða peysu eða ,,kápu” til að ylja sér í á köldum göngum.
Þó hann sé rólyndur innan dyra þarf hann langa göngu daglega eða stóran góðan garð til að leika í.
Fullvaxta Dani þarf 30-60 mínútur af daglegri hreyfingu þó miðað við aldur og hreyfiþörf hvers og eins.
Ef aðgangur er að garði er mjög gott að miða við að girðingin sé um 180 cm há, þó er Stóri Dani ekki mikill stökkvari.
Ef þú hefur gaman af garðyrkju þá hefur þú fundið sameiginlegt áhugamál með hundinum þínum, hann hinsvegar skortir skipulag, hæfni og hefur hugsanlega ekki sömu fagurfræðilegu sýn og þú.
Annað áhugamál sem þið gætuð átt saman er að hlaupa, en þó kannski ekki fyrr en á milli 18-24 mánaða, því eins og áður sagði er ekki æskilegt að hreyfa svona stóra og þunga tegund á meðan hún er að vaxa og þroskast.
Það er gott að búrvenja alla hunda til að tryggja að engin slys verði innandyra eða að hundur komist í eitthvað sem honum er ekki ætlað. Búrið (sem þarf að vera MJÖG stórt) getur einnig verið griðarstaður fyrir hundinn þegar hann þarf á ró og frið að halda. Gott að er að búrvenja sem fyrst til að kynna hundinn fyrir afmörkuðum svæðum sem auðveldar hundinum lífið til muna ef flytja þyrfti á milli landa eða þörf yrði á spítalavist.
Á hinn bóginn á alls ekki að loka Stóra Dana af í búri allan daginn. Hann þolir illa margar klst. nema þá kannski yfir nótt. Hann er félagsvera sem þolir illa að vera lokaður af lengi án fjölskyldunnar sinnar, nema þá að hann sé með fleiri hunda sér til skemmtunar.

Það gefur augaleið að baðferðir hjá Stóra Dana geta verið erfitt verk og þá sérstaklega ef hundurinn er ekki sérlega spenntur fyrir slíku. Ímyndin af Stóra dana að fela sig undir eldhúsborði til að komast hjá baði er frekar hlægileg, en annað eins hefur gerst.
Gott er að bursta tennur Stóra Dana af og til, til að aftra myndun tannsteins og halda bakteríum í skefjum. Dagleg burstun er enn betri og getur hjálpað við að
koma í veg fyrir munnholdssjúkdóma og andfýlu.
Klær þarf að klippa 1-2 í mánuði ef hundurinn eyðir þeim ekki nægilega upp sjálfur. Ef klærnar glamra í gólfinu þegar hundurinn gengur um er það vísbending um að þær eru of langar.
Í klóm hunda eru æðar sem þarf að varast að klippa í. Best er að fá leiðbeiningar hjá hundasnyrti eða dýralækni um hvernig eigi að fara að svo ekki þurfi að elta hundinn aftur undir eldhúborðið.
Það þarf að fylgast reglulega með roða eða lykt úr eyrum Stóra Dana, en það getur þýtt eyrnabólga. Eyrun má þrífa með bómul og sértilgerðum eyrnahreynsi, en þó aðeins ytra eyra hundsins. Það má alls ekki setja neitt í eyrnagöngin.

Byrjaðu strax að venja hundinn við snertingu og skoðun. Handleiktu loppurnar reglulega því hundar eiga það til að vera viðkvæmir varðandi fæturnar á sér, skoðaðu tennur og eyru. Gerðu bað og burstun að jákvæðri upplifun með hrósi og verðlaunum. Góður undirbúningur getur auðveldað heimsóknir til dýralæknis og alla aðra meðhöndlun.
Það er gott að hafa auga með roða eða bólgum í húð, nefi, munni og augum. Augu eiga að vera laus við roða og útferð. Reglubundin athugun getur hjálpað þér að grípa snemma inn í möguleg heilsufarsvandamál.

Ljósmynd: Sigrún Ólafsdóttir
Ljósmynd: Sigrún Ólafsdóttir

Börn og önnur gæludýr
Stóri dani er mjúkur og barnelskur, sérstaklega ef hann er alinn upp með börnum. Þó þarf að hafa í huga að Daninn er oft glórulaus um eigin stærð og getur auðveldlega gengið niður litla líkama, já eða skutlað þeim yfir í hinn enda stofunnar bara afþví að hann er svo kátur.
Börn þurfa að fá kennslu í umgengni við Stóra Dana rétt eins og allar hundategundir. Alltaf þarf að hafa eftirlit með samskiptum ungra barna og hunda og gæta þess að enginn valdi skaða á neinum. Börn ættu að gefa hundum frið til að borða og sofa.
Almennt séð ætti Stóra Dana að lynda við önnur heimilisdýr, þó að stöku sinnum geti þeir verið árásagjarnir gagnvart búfénaði eða kæri sig ekki um hin gæludýrin. Við erum eins misjöfn og við erum mörg og það sama á við um Stóra Danan, einn gæti haft óbeit á hinum heimilisdýrunum á meðan næsti myndi nærri kæfa heimilisköttinn með kúri. Stór Daninn er þrjóskur og þver, mikill karakter og frábær vinur. Tegundin er ekki fyrir alla og þarf að hafa vænan skammt af þolinmæði og húmor til þess að geta átt þá með góðu móti. Þeir eru stórir og klunnalegir, leikglaðir og uppátækjasamir, en umfram allt eru þeir frábærir félagar og heimilismeðlimir.