Útlit

Bernerfjallahundurinn er stór og kröftug hundategund með þykkan og síðhærðan feld. Grunnlitur er svartur með hvítu og tan merkingum. Segja má að hundurinn minni helst á stóran bangsa. Rakkar eru 64-70 cm og ca. 39-50 kg og tíkur 58-66 cm á herðarkamb og ca. 36-48 kg.

Myndin er af Dóru, eigandi Hafrún Stefánsdóttir. Myndina tók Berglind Kolbeinsd
Myndin er af Dóru, eigandi Hafrún Stefánsdóttir. Myndina tók Berglind Kolbeinsdóttir.

Umhirða

Bursta þarf vel yfir feldinn um það bil tvisvar í viku, jafnvel oftar yfir hárlosunartímabilið, sem er tvisvar á ári.

Týri, ljósmynd Berglind Kolbeinsdóttir
Týri, ljósmynd Berglind Kolbeinsdóttir

Saga

Tegundin er upprunalega sveitahundur frá Bernerhásléttunni í Sviss. Þeir voru notaðir á sveitabæjum til margskonar starfa eins og að standa vörð, til dráttar og til að reka nautgripi. Hundarnir eru ein af fjórum tegundum Svissneskra Fjallahunda, en sá eini sem er síðhærður. Hundar af tegundinni hafa verið sýndir á sýningum frá 1902. Árið 1907 var stofnaður klúbbur fyrir tegundina og ræktunarmarkmið sett.

IMG_6067
Ramón

Eiginleikar

Sem dráttarhundur þurfti Bernerfjallahundurinn að vera rólegur, þolinmóður og hafa mikið jafnaðargeð til þess að sinna vinnu sinni. Sem varðhundur þurfti hann að vera sjálfsöruggur, tryggur og vökull. Þessir eiginleikar eru enn vel sýnilegir hjá tegundinni. Þrátt fyrir að þörf fyrir dráttarhunda sé hverfandi eru hundarnir enn látnir draga, en þó fyrst og fremst til gamans fyrir hund og eiganda. Berner fjallahundur er lengi að ná fullum líkamlegum og andlegum þroska, eða um 3 ár. Þetta þarf að hafa í huga þegar hundurinn er hreyfður og látinn draga. Eins og með aðra varðhunda skal varast að setja hundinn í aðstæður þar sem honum finnst hann þurfa að vakta. Hundarnir eru vinnuhundar og njóta sín best þegar þeir hafa verkefni. Bernerfjallahundar eru fyrirtaks félagar og bindast eigendum sínum sterkum böndum. Tegundin þolir illa mikinn hita.

Dóra, ljósmyndari Berglind Kolbeinsdóttir
Dóra, ljósmyndari Berglind Kolbeinsdóttir


Heilsa

Því miður er Bernerfjallahundurinn ekki langlífur en meðalaldur tegundar eru um 8 ár og ættu því eigendur hundanna að búa sig undir að þeir gætu fengið öldrunarsjúkdóma fyrr en margir aðrir hundar. Tegundin er líkleg til þess að fá banvænt krabbamein en vandamál í stoðkerfi eru einnig þekkt og má þar nefna mjaðmalos og liðagigt. Í Sviss hefur lífsskeiðum Bernerfjallahunda verið lýst sem 3×3. ”Þrjú ár sem ungur hundur, þrjú ár sem góður hundur, þrjú ár sem gamall hundur”.

Folda