Útlit

Háreistur mjóhundur, rakkar eru 75-85 cm en tíkur eru 68-78 cm á herðarkamb. Allar litasamsetningar eru leyfilegar nema blátt eða brúnt. Þeir eiga að vera kröftugir en alls ekki grófgerðir. Tíkurnar eru oft aðeins lengri en rakkarnir. Feldurinn er þykkur og ver hundinn fyrir köldu veðri og vindum. Í dag er feldurinn lengri en hann var í Rússlandi áður fyrr en þá var hundurinn meira úti en hann er í dag.

Umhirða

Síðan feldinn þarf að bursta um það vil tvisvar í viku.

Saga

Tegundin hefur fylgt menningu og sögu Rússa í 9 aldir. Borzoi varð til við blöndun arabískra mjóhunda við rússneska hunda með þykkan feld. Upprunalega var Borzoi notaður við úlfaveiðar í Rússlandi. Margir hásettir og frægir einstaklingar áttu hunda af tegundinni og voru hundarnir ekki seldir heldur gefnir sem dýrmætar gjafir. Hundarnir voru hafðir mikið úti og því lifðu aðeins þeir harðgerðustu af. Sporhundar voru notaðir við að finna úlfana en þegar þeir fundust var Borzoi hundunum sleppt á eftir þeim. Æskilegast var að aðallitur væri hvítur til þess að auðvelt væri að greina á milli þeirra og úlfanna.

Eiginleikar

Borzoi hefur gott veiðieðli og notar fyrst og fremst sjón sína við veiðar. Upprunalega áttu þeir annað hvort að drepa eða halda bráðinni þar til eigandinn kom nógu nálægt til að skjóta. Þeir voru sterkir og óhræddir í bardaga. Síðustu 30 árin hefur þetta sterka eðli mildast örlítið.
Borzoi er spretthlaupari sem sefur mikið á daginn til þess að hlaða upp orku fyrir næsta sprett, þegar ná þarf beitudýri. Tegundin hefur einstaklega góða sýn og geta séð mjög langt.

Sem unghundar eru þeir mjög virkir og þurfa að fá að hlaupa lausir. Nauðsynlegt er að hundarnir fái að kynnast öðrum hundum á uppvaxtartímanum og er mikilvægt að hann fái jákvæða reynslu af þeim, enda ræktaðir til að drepa úlfa og mega ekki taka feil á þeim sem beitudýrum.

Þeir eiga það einnig til að naga hluti á uppvaxtartímanum og því ætti að passa að hann komist ekki í hluti sem hann má ekki eyðileggja. Sem fullvaxnir hundar eru þeir mjög rólegir og þrífast vel í flokk, tveir eða fleiri.

Vegna veiðieðlis þeirra eru margir hræddir við að sleppa hundunum lausum en þeim er nauðsynlegt að fá að hlaupa lausir. Það besta er ef þeir geta fengið að hlaupa lausir í afgirtum garði og afgirtum svæðum.
Borzoi er hundur sem getur eyðilagst af neikvæðri þjálfun, hvort sem hún er líkamleg eða ströng raddbeiting. Þeir eru ekki heppilegasta tegundin til þess að nota í hlýðniþjálfunn.

Heilsa

Borzoi er sem betur fer nokkuð frísk tegund sem verður að meðaltali 10-12 ára. Það geta þó verið vandamál með hjarta og eitthvað er um hryggvandamál vegna langa hryggsins þeirra.

Áhugavert

Undir stjórn Tsar í Rússlandi var fólki sem ekki var aðalsborið bannað að eiga Borzio, þessu var fylgt strangt eftir með dauðadómi.