Útlit

Stór og kröftugur hundur með snöggan feld sem er allt frá því að vera ljós- til rauðhveitilitaður. Það sem helst einkennir tegundina er að á hryggnum, frá öxl til mjaðma, eru hár sem vaxa í öfuga átt. Rakkar eru 63-69 cm og um 36,5 kg og tíkur eru frá 61-66 cm á herðarkamb og um 32 kg.

Umhirða

Snöggur feldur sem þarf tiltölulega litla umhirðu.

ca6d4f1b-693b-484b-a357-847cd604108a
Saga

Uppruni tegundarinnar er frá Suður Afríku þar sem innfæddir óskuðu eftir hundi sem var óhræddur, sterkur, með gott úthald og góður veiði- og varðhundur. Með blöndun ýmissa tegunda varð útkoman Rhodesian Ridgeback, eða ljónahundurinn. Tegundin veiðir í flokk, yfirleitt 2-3 saman og geta þar af leiðandi ráðið við stóra bráð. Þeir voru sérstaklega notaðir á ljónaveiðar, þar sem þeir bæði gátu rekið spor ljónsins og svo haldið því afkróuðu þar til veiðimaðurinn kom nógu nálægt til að klára verkið.
Upprunalegi standard tegundarinnar varð viðurkenndur af South African Kennel Union árið 1926.

02e467a7-171d-4cb0-8efe-799b067637ff
Eiginleikar

Tegundin er upprunalega ræktuð sem góður veiðihundur fyrir stór dýr og sem varðhundur til að verja bóndabæi. Þar sem þeir unnu oftast í flokk hafa þeir góða samvinnuhæfileika. Lipurð, úthald og hraði ásamt miklum gáfum og sjálfstæði voru mikilvægir eiginleikar til þess að lifa af í óbyggðum Afríku. Að auki var nauðsynlegt að hafa góða sýn, heyrn og lyktarskyn.
Tegundin stendur sig vel í leit og sporavinnu en notast ekki lengur í stórum mæli við veiðar.
Þetta eru stórir og virkir hundar sem helst þurfa að fá að nota skilningarvit sín í einhvers konar vinnu og þarf að fá einhver verkefni á heimilinu til að þrífast vel. Hundarnir eru félagslyndir og njóta þess að vera saman með eiganda sínum og hundum af sömu eða svipaðri tegund. Tegundin hefur mikið úthald og nýtur þess að fá göngutúra í náttúrunni. Ef öllum hans þörfum er vel sinnt er hann rólegur inni.
Ekki gleyma að hann er varðhundur að eðlisfari og varast ætti að setja hann í aðstæður þar sem honum finst hann þurfa að passa upp á t.d. hús, bíl eða barnavagn.

Lioncharm Banjoko "Canis"
Lioncharm Banjoko “Canis”

Heilsa

Tegundin er almennt frísk. Heilsufarsvandamál/sjúkdómar sem gætu dúkkað upp eru mjaðmalos og dermoid sinus (DS).

12829404_10153310352792554_3126966610336497280_o