Síðhærðir og snögghærðir Colliehundar eru sama tegundin, eingöngu feldsíddin skilur þá að.

Tíkin Bestla með rough collie vini sínum
Tíkin Bestla með rough collie vini sínum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að öllum líkindum má rekja upphafið til hunda sem komu með Rómverjum til bresku eyjanna um 50 f.Kr. Þar hafa þeir blandast við þá hunda sem voru fyrir á eyjunum.

14435165_10207464102497036_495102044252443609_o

Collie hundarnir voru mikil hjálp fyrir bændur í Bretlandi og á seinni hluta 19. aldar, þegar hundaræktun og sýningar fóru að verða vinsæl var það síðhærði collieinn sem náði mestum vinsældum smalahundanna. Vinsældirnar jukust enn meira þegar Viktoría drottning fékk áhuga á tegundinni og varð þetta þá einnig vinsæll heimilishundur, ekki bara smalahundur.

odinn-og-gna

Síðhærði collieinn varð því fyrstur smalahundanna til að skilja sig frá vinnuhundunum og fór að breytast í meiri sýningarhund. Þetta gerðist á innan við 50 árum. Snögghærði Collieinn náði ekki þessum vinsældum eins og sá síðhærði og má sennilega þakka því að vinnueðlið hefur haldist nokkuð óbreytt. Fyrir þá sem eru að leita sér að smalahundi væri samt smooth collieinn ekki fyrsta val heldur sennilega frekar einhver önnur tegund! Í dag er snögghærði collieinn nokkurs konar “allround hundur” þ.e.a.s. hann er bæði góður vinnuhundur, sýningarhundur og heimilishundur. Þeim hentar mýkri þjálfun og eru fljótir að læra og vinnugleðin er mikil.

 

Teiknuð mynd af Smooth og Rough collie