Uppruni

Uppruni Border collie kemur frá landamærum Englands og Skotlands og er sækjandi fjárhundur. Sé Border collie sleppt í fé er það eðli hans að safna hópnum samann og leitast við að koma með hann til mannsins.

 Isch Astra Polar
Isch Astra Polar

Skapgerð

Mjög meðfærilegur, þolgóður og vinnusamur fjárhundur. Ákafur vakandi, móttækilegur og gáfaður. Hvorki taugaveiklaður né árásargjarn. Þeir eru geðgóðir og þægilegir heimilishundar sem vilja umfram allt gera eiganda sínum til hæfis og þjóna honum. Border collie líður best ef hann fær að vinna fyrir eigandann og er Border collie talinn einn besti fjárhundurinn. Sem fjárhundur þá telst hann til sækjandi fjárhunda og leitast alltaf við að safna fénu saman í hóp og koma með það til eigandans, hann vinnur hljóður. Það er útbreiddur misskilningur að hann þurfi að hlaupa allan daginn, aðalatriðið er að láta hann hafa eitthvað til að gera/ hugsa. Til dæmis að leika með bolta og fara í góðan göngutúr er fín þjálfun. Auðvelt er að kenna Border collie nánast hvað sem er. Border collie geta verið mjög góðir t.d .í hlýðni, hundafimi, hundadansi, leitar og björgunarhundur og svo mætti lengi telja.

Multi Ch. Inter Ch. Happy Spitir Black Lable Thecommender Des Rives Du lagon bleu (Hugs)
Multi Ch. Inter Ch. Happy Spitir Black Lable Thecommender Des Rives Du lagon bleu (Hugs)

Útlit

Góð hlutföll, jafnar útlínur sem sýna gæði, tígulleika og fullkomið jafnvægi ásamt nægri fyllingu til að gefa þol til kynna. Allar tilhneigingar sem benda til grófleika eða veikleika eru óæskilegar. Border collie eru oftast svartir með hvíta blesu, hvítan kraga, hvíta sokka og með hvíta týru í skottinu. Þeir geta einnig verið með aðra grunnliti svo sem brúnir, bláir og gulir einnig geta þeir líka verið yrjóttir. Hvítur litur skal þó aldrei vera ríkjandi. Eyrun skulu vera meðalstór með góðu bili. Hálf upprétt eða upprétt. Skottið skal vera miðlungs langt, liggur lágt, vel loðið og beygist neðst upp í krók. Skottið má lyftast þegar hann er spenntur en það liggur aldrei yfir bakið. Hæð rakka skal vera 53 – 55cm en tíkur aðeins minni.

Bangsi
Bangsi

Umhirða

Það eru tvær feldtýpur af Border collie snögghærður og loðinn. Í báðum tilfellum eru yfirhárin þétt með miðlungs áferð, undirhárin eru mjúk og þétt og verja vel fyrir veðri. Gott er að kemba þeim reglulega til að forðast flækjur.

Isch Astra Polar
Isch Astra Polar

Hreyfing og vinna

Border Collie er vinnusamur og orkumikill hundur sem þarf bæði andlega örvun og líkamlega hreyfingu. Hann á gott með að læra og er duglegur vinnuhundur. Border Collie er traustur og góður hundur og trúr eiganda sínum og fjölskyldu. Hann er virkur og klár hundur sem þarf að fá að hugsa og er verulega snöggur að læra nýjar kúnstir og hefur gaman af því. Hann er frábær smali sem flokkast undir að vera sækjandi fjárhundur að sjálfsögðu er svo hægt að þjálfa hann í að smala fleiri dýrategundum. Border Collie á Islandi Það hafa lengi verið Border Collie hundar á Íslandi en það var fyrst upp úr 1990 sem það var skráður Border Collie í Hrfí. Innfluttir hundar eru 4 sem koma frá Englandi, Ameríku, Belgíu og Finnlandi.